Æfingagjöld – félagssamningur.

27.jan.2006  13:44

ÍBV – íþróttafélag hefur nú tekið upp nýtt fyrirkomulag í sambandi við æfingagjöld.

Foreldrum og forráðamönnum iðkenda hefur verið boðið upp á að gera félagssamning og hefur það mælst vel fyrir. Félagssamningurinn veitir iðkenda rétt til æfinga í handknattleik og knattspyrnu, einnig fá iðkendur afhentar keppnistreyjur með sínu númeri og nafni.

Nú um mánaðarmótin verður þetta nýja fyrirkomulag sett á fullt, og verða iðkendur að hafa gengið frá félagasamning eða verða sér út um einingarkort til þess að greiða fyrir æfingar. Hægt er að kaupa einingakort á skrifstofu ÍBV. Hvert kort inniheldur 20 miða og kostar kortið 4.000.-

Þjálfarar fá senda til sín nafnalista yfir þá sem hafa gengið frá félagasamningi og þurfa þjálfarar að ganga úr skugga um hvort að iðkendur hafi gert samning eða þurfi að greiða fyrir æfinguna með einingarmiða. En hver æfing kostar einn einingarmiða.